Beint í efni
Verslun/Rafræn námskeið/
Menningarlæsi á fjölmenningarlegum vinnustöðum





Menningarlæsi á fjölmenningarlegum vinnustöðum

Product information


RAF-108


Short description

Aukin menningarvitund og samskiptafærni – meiri skilningur, ánægðari ferðamenn.

Description

Menningarnæmni – hagnýt færni í fjölmenningarlegu samstarfi

Bættu samskipti og skilning á fjölmenningarlegum vinnustað hvort sem þú vinnur í þjónustu, móttöku, teymi eða við dagleg samskipti við fólk af ólíkum uppruna.

Þetta netnámskeið veitir þér skýrar leiðir til að forðast misskilning, sýna virðingu og byggja upp traust jafnvel þegar væntingar, samskiptamynstur og venjur eru ólíkar.

 


 
Ávinningur

✔ Kynntu þér helsta mun á samskiptumynstri á milli menningarheima og hvernig hann birtist í daglegum aðstæðum.
✔ Lærðu að greina á milli menningarlegra atriða og hegðu einstaklings.
✔ Fáðu hagnýt dæmi og aðferðir til að takast á við menningartengda árekstra.
✔Efldu fagmennsku, virðingu og betri tengsl í fjölmenningarlegu samstarfi og þjónustu.

 


 
Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar öllum sem starfa með fólki af ólíkum uppruna hvort sem það er í þjónustu, teymisvinnu eða daglegum samskiptum á vinnustað.

Sérstaklega gagnlegt fyrir þau sem vinna:
– í ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, kennslu, afgreiðslu, verslun og framlínu
– í fjölmenningarlegum teymum eða á vinnustöðum þar sem samskiptavenjur eru ólíkar

Þú þarft ekki sérþekkingu á menningarfræðum því þú þarft aðeins að vera forvitin og vilja bæta fagmennsku og tengsl.


 
Námskeiðið í hnotskurn

Námskeiðið fer fram á netinu og inniheldur fjölbreytt námsefni – stutt myndskeið, fróðleiksmola, verkefni og æfingar byggð á raunverulegum aðstæðum. Rafbókin Þjónusta og þjóðerni – Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti fylgir námskeiðinu og styður við áframhaldandi þjálfun.

Námskeiðið byggir á reynslu Margrétar Reynisdóttur og fjölbreyttum dæmum úr raunverulegum aðstæðum.

Að loknu námskeiði færðu viðurkenningarskjal.


Aðgangur að efninu er í fjórar vikur frá upphafi námskeiðs – þetta er sjálfsnám þar sem þú ræður hraðanum, hvort sem þú tekur allt námið í einu lagi eða í áföngum.

 

Námskeiðið er á íslensku.

 


 
Umsagnir þátttakenda

„Ég áttaði mig á hversu oft við dæmum hegðun án þess að skoða hvort menningarskilningur skorti. Þetta námskeið á að vera skyldunám á fjölmenningarlegum vinnustöðum.“
„Ég hef lært að lesa betur í líkamstjáningu og það hefur hjálpað mér að byggja betri tengsl við erlenda gesti.“
„Mjög gott efni sem eykur skilning á fjölbreytileika. Ég er mun öruggari í samskiptum við ferðamenn og alþjóðlega viðskiptavini.“

 


 
Fyrir vinnustaði og teymi - sérsniðið vendinám

Við sérsníðum samskipta- og menningarnæmnisnámskeið fyrir vinnustaði þar sem þetta sveigjanlega netnámskeið er grunnurinn.
Í framhaldi bjóðum við upp á sérsniðið staðnámskeið sem dýpkar umræðu og tengir efnið við raunverulegar aðstæður á vinnustaðnum.
Saman myndar þetta öflugt vendinám sem styrkir fagmennsku, þjónustulund og teymisvinnu.

» Sjá nánar

 


 
Vertu skrefi á undan

Efldu menningarlæsi og samskiptafærni í fjölmenningarlegum aðstæðum í þjónustu og daglegu samstarfi. Nánari upplýsingar:
📧 gerumbetur@gerumbetur.is 

 


 
Styrkjamöguleikar – Fáðu allt að 90% endurgreitt fyrir þjónustunámskeið

Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan – óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ Nánar á attin.is

Description