Menningarlæsi á fjölmenningarlegum vinnustöðum
Product information
Short description
Netnámskeið fyrir fjölmenningarlega vinnustaði sem vilja efla samskiptafærni ímenningarlæsi . Þú lærir að lesa betur í samskipti, forðast algengan misskilning og byggja upp traust í samskiptum við viðskiptavini og samstarfsfólk af ólíkum uppruna.
Námskeiðið er í stuttum lotum með myndskeiðum og gagnvirkum verkefnum. Rafbók og viðurkenningarskjal fylgja. Hentar bæði sem sjálfsnám og grunnur að fræðsludegi eða vendinámi fyrir teymi.
Fyrir vinnustaði og teymi: sendu póst á gerumbetur@gerumbetur.is og fáðu tillögu að vendinámi sem byggir á ykkar raunverulegum aðstæðum.
Description
Færni í menningarnæmni – rafræn þjálfun sem nýtist strax í starfi
Bættu samskipti og skilning á fjölmenningarlegum vinnustað, hvort sem þú vinnur í þjónustu, móttöku, teymi eða ert í daglegum samskiptum við fólk af ólíkum uppruna. Þetta netnámskeið hjálpar þér að sjá samskipti í nýju ljósi og skilja betur hvað liggur að baki mismunandi viðbrögðum og væntingum.
Námið veitir þér skýrar leiðir til að forðast misskilning, sýna virðingu og byggja upp traust, jafnvel þegar venjur, samskiptamynstur og væntingar eru ólíkar. Það er byggt upp í stuttum myndskeiðum, fróðleik, dæmum og verkefnum sem má taka í nokkrum skrefum eða sem hluta af markvissum fræðsludegi. Námskeiðið hentar bæði einstaklingum og sem grunnur að vendinámi fyrir teymi.
Viltu námskeiðið fyrir allt teymið? Sendu póst á gerumbetur@gerumbetur.is og fáðu tillögu að fræðsludegi og vendinámi.
Ávinningur fyrir vinnustað og stjórnendur
- Aukinn skilningur á menningarmun í daglegum samskiptum og þjónustu sem dregur úr misskilningi og fækkar árekstrum.
- Skýrari aðferðir til að greina á milli menningarlegra atriða og hegðunar einstaklings, sem nýtist bæði stjórnendum og framlínustarfsfólki.
- Meira sjálfstraust starfsfólks til að takast á við menningarmun af virðingu og með lausnamiðuðu viðhorfi.
- Aukið menningarlæsi, virðingu og betri tengsl í fjölmenningarlegu samstarfi og þjónustu, sem styrkir bæði starfsánægju og orðspor vinnustaðarins.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið hentar öllum sem starfa með fólki af ólíkum uppruna hvort sem það er í þjónustu, teymisvinnu eða daglegum samskiptum á vinnustað.
Sérstaklega gagnlegt fyrir þau sem vinna í:
- Ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, kennslu, afgreiðslu, verslun og framlínu.
- Fjölmenningarlegum teymum eða á vinnustöðum þar sem samskiptavenjur og væntingar eru ólíkar.
Hægt er að kaupa aðgang fyrir einstaklinga eða teymi. Fyrirtæki geta fengið tilboð og sérsniðnar lausnir.
Námskeiðið í hnotskurn
Námskeiðið fer fram á netinu og inniheldur:
- Rafrænt námsefni með fróðleiksmolum.
- Krossapróf, verkefni og ígrundunarspurningar sem festa þekkingu og skilning í sessi.
- Uppfært eintak af rafbókinni „Þjónusta og þjóðerni – Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti“ sem dýpkar efnið og styður við áframhaldandi þjálfun. Bókin er eina sinnar tegundar hérlendis.
- Viðurkenningarskjal að loknu námskeiði sem staðfestir þátttöku og ávinning.
Aðgangur að efninu er í fjórar vikur frá skráningu – þetta er sjálfsnám þar sem þú ræður hraðanum, hvort sem þú tekur allt námið í einu lagi eða í áföngum.
Námskeiðið er á íslensku og ensku.
Umsagnir þátttakenda
„Ég áttaði mig á hversu oft við dæmum hegðun án þess að skoða hvort það skorti skilnig á ólíkri menningu. Þetta námskeið á að vera skyldunám á fjölmenningarlegum vinnustöðum.“
„Ég hef lært að lesa betur í líkamstjáningu og það hefur hjálpað mér að byggja betri tengsl við erlenda gesti.“
„Mjög gott efni sem eykur skilning á fjölbreytileika. Ég er mun öruggari í samskiptum við ferðamenn, alþjóðlega viðskiptavini og samstarfsfólk af ólíkum uppruna.“
Fyrir vinnustaði og teymi - sérsniðið vendinám
Við sérsníðum samskipta- og fjölmenningarnámskeið fyrir vinnustaði þar sem þetta sveigjanlega netnámskeið er grunnurinn. Í framhaldi bjóðum við upp á sérsniðið staðnámskeið sem dýpkar umræðu og tengir efnið við raunverulegar aðstæður á vinnustaðnum.
Saman myndar þetta öflugt vendinám sem styrkir fagmennsku, þjónustulund og teymisvinnu.
Vertu skrefi á undan
Ef þú vilt styðja betur við fjölbreytt teymi, draga úr misskilningi og byggja upp virðingu og traust, þá er þetta netnámskeið sterkur næsti áfangi.
Skráðu teymið þitt beint hér í vefverslun – eða sendu stutta línu á gerumbetur@gerumbetur.is og við leggjum til plan fyrir þinn vinnustað (hópar, vendinám, styrkir).
Styrkjamöguleikar – Fáðu allt að 90% endurgreitt
Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan – óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ nánari upplýsingar á attin.is
Algengar spurningar frá vinnustöðum
1. Hversu miklum tíma þarf starfsfólk að verja í námskeiðið?
Flestir ljúka netnáminu á um 2–3 klukkustundum, í nokkrum stuttum lotum. Rafbókina má lesa samhliða námskeiðinu eða nota til upprifjunar síðar.
2. Hentar námskeiðið fyrir fjölmenningarleg teymi og stærri hópa?
Já. Algengt er að fyrirtæki kaupi aðgang fyrir 10–50 manns í einu og nýti netnámið sem undirbúning fyrir sameiginlega vinnustofu eða fræðsludag um menningarlæsi og samskipti. Þá verður það grunnur að öflugu vendinámi.
3. Get ég fylgst með því hvort starfsfólk hefur lokið námskeiðinu?
Já. Við getum útbúið yfirlit fyrir tengilið vinnustaðarins þar sem sést hverjir hafa lokið netnáminu og fengið viðurkenningarskjal.
