Fjölmenning og samskipti á vinnustað
Product information
Short description
Aukinn skilningur - skýrari samskipti – sterkari vinnumenning.
Description
Samskiptaþjálfun í menningarlæsi – hagnýtt námskeið fyrir fjölmenningarlegan vinnustað
Á fjölmenningarlegum vinnustað skiptir ekki aðeins máli hvað þú segir – heldur líka hvernig það gæti verið túlkað. Þetta hagnýta námskeið eykur menningarlæsi, bætir samskiptahæfni og hjálpar teyminu ykkar að koma í veg fyrir árekstra, efla traust og skapa jákvæðari vinnustaðamenningu.
Ávinningur – hvað færð þú út úr námskeiðinu?
✔ Þróaðu menningarlæsi og faglega samskiptahæfni í fjölmenningarlegu starfsumhverfi
✔ Komdu í veg fyrir árekstra og misskilning vegna ólíkra menningarheima
✔ Stuðlaðu að traustari og heilbrigðari samskiptum innan teymis
✔ Lærðu hagnýtar aðferðir sem nýtast strax í daglegum samstarfi og samskiptum
Fyrir hverja er þetta námskeið?
Námskeiðið hentar stjórnendum, mannauðsstjórum og starfsfólki, sem starfar í fjölmenningarlegu umhverfi, bæði hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum.
Það er sérstaklega gagnlegt fyrir þau sem vilja bæta skilning, efla inngildingu og byggja upp sterkari tengsl við samstarfsfólk og viðskiptavini af erlendum uppruna.
Fyrir vinnustaði og teymi – námskeið sem skilar árangri
Námskeiðið er í boði á íslensku og ensku bæði sem gagnvirkt rafrænt sjálfsnám og sem sérsniðið staðnámskeið. Námskeið um fjölmenningu og samskipti með hagnýtum æfingum sem byggja á ykkar aðstæðum og skila því strax árangri í starfi » Sjá nánar
Með námskeiðinu fylgir ný bók Do’s & Don’ts When Welcoming Foreign Guests hagnýt og aðgengileg bók með dæmum, ráðum og verkfærum sem efla menningarnæm samskipti.
Leiðbeinandi námskeiðsins er jafnframt höfundur bókarinnar og byggir efnið á yfir 20 ára reynslu og rannsóknum.
Umsagnir frá þátttakendum
„Ég áttaði mig á því hversu auðvelt er að lenda í menningarárekstri án þess að vita það – þetta námskeið gaf mér verkfæri til að bregðast rétt við.“
„Námskeiðið hjálpaði okkur að tala betur saman – bæði þvert á deildir og tungumál.“
„Ég fann strax mun í andrúmslofti á vinnustaðnum – fólk er meðvitaðra og opnara í samskiptum.“
„Frábær kennari og skemmtileg nálgun – þetta var miklu meira en bara fræðsla. Við fórum beint í að æfa okkur.“
Vertu á undan – styrktu samskiptamenningu ykkar strax í dag
Taktu forystu og skráðu teymið þitt á námskeið sem bætir samskipti, dregur úr togstreitu og byggir upp heilbrigða vinnustaðamenningu.
📧 gerumbetur@gerumbetur.is
Styrkjamöguleikar – Fáðu allt að 90% endurgreitt fyrir þjónustunámskeið
Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan – óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ Nánari upplýsingar á attin.is



