Gerum Betur ehf
Greiðsluskilmálar
Uppfært 01.07.2025

Gerum betur ehf., kt. 6712101310 hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.
1. Greiðslur og skráning
Námsgjald greiðist fyrir upphaf náms og skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.
Fyrir fyrirtæki og stofnanir er stofnuð krafa í heimabanka við skráningu.
2. Greiðsluvalmöguleikar
Kredit- eða debetkort: Greiðsla fer fram á sama tíma og kaupandi skráir kaup sín.
Kortagreiðsla fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu.
Krafa eða reikningur sendur á fyrirtæki: Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu þarf kaupandi að millifæra yfir á reikning Gerum Betur ehf. og setja í tilvísun/stutt skýring númer á pöntun. Ef greiðsla hefur ekki verið móttekin innan tveggja daga falla kaupin sjálfkrafa niður.
Greiðslukvittanir eru sendar rafrænt þegar greiðsla hefur verið innt af hendi.
Námsgjald er óafturkræft eftir að nám hefst.
3. Afbókun og endurgreiðsla
Engin endurgreiðsla er veitt eftir að nám hefst, nema um alvarlegar aðstæður sé að ræða. Þá er hægt að óska eftir frestun.
Ef námskeið fellur niður af hálfu Gerum Betur ehf. er gjaldið endurgreitt að fullu.
4. Skilmálar og lagaleg ábyrgð
- Þátttakandi þarf að vera skuldlaus vegna fyrri náms áður en nýtt nám hefst.
- Komi til vanskilum er aðgangur að námsefni og kerfum lokað og krafan send í innheimtu.
- Viðurkenningarskjöl og vottorð eru ekki afhent fyrr en námskeiðsgjöld hafa verið greidd að fullu.
- Viðurkenningarskjöl og vottorð eru ekki afhent fyrr en námskeiðsgjöld hafa verið greidd að fullu.
5. Trúnaður og persónuvernd
Gerum Betur ehf. heitir viðskiptavini fullum trúnaði um þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Fyrirtækið skuldbindur sig til að nota persónuupplýsingar viðskiptavina sinna eingöngu til þess að tryggja að viðskiptin geti farið fram.
Hægt að sjá persónuverndarstefnuna okkar hér.
6. Lög og varnarþing
Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Rísi upp ágreiningur milli aðila um framkvæmd eða túlkun skilmála þessa, einstök ákvæði eða annað sem viðkemur samskiptum í tengslum við skilmálana skal fara með þann ágreining til úrlausnar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Skilmálar þessir gilda frá og með 01.07.2025.
Munið að...
Flest stéttarfélög og starfsmenntasjóðir veita styrki upp í 90% af námskeiðsgjaldi.
Við aðstoðum með umsóknarferlið.