Almennt um námskeið
Fyrir hverja eru námskeiðin?
Námskeiðin henta jafnt stjórnendum og starfsfólki. Þau eru sett upp á aðgengileg hátt – óháð bakgrunni.
Hvaða tegundir námskeiða eru í boði?
Í boði eru staðnámskeið, rafrænt sjálfsnám, vendinám, hagnýt kennslumyndbönd og ráðgjöf í fræðslu-, mannauðsmálum og þjónustustjórnun.
Á hvaða tungumálum eru námskeiðin í boði?
Flest námskeið, bæði staðnámskeið og rafrænt sjálfsnám, eru í boði á íslensku og ensku. Við leggjum áherslu á að gera fræðsluna aðgengilega fyrir fjölbreyttan hóp þátttakenda.
Nokkur námskeið eru þó eingöngu í einu tungumáli. Á ensku eru það: Icelandic History, Hotel Safety, Housekeeping Excellence, Kitchen Crimes, Food Allergy og Service Design. Á íslensku eru það: Topp símaþjónusta og Topp tölvupóstsamskipti.
Hvernig skrái ég mig á námskeið?
Þú getur skráð þið í gegnum vefinn okkar eða haft beint samband við okkur.
Fæ ég viðurkenningarskjal?
Já, þátttakendur fá rafrænt viðurkenningarskjal – vottun sem nýtist vel í ferilskrá og innan vinnustaðar
Hvað felst í vendikennslu?
Vendikennsla (stundum kölluð spegluð kennsla) gefur þér frelsi til að læra á þínum hraða með rafrænu sjálfsnámi – og tryggir að þú mætir betur undirbúin(n) í líflegar umræðu og verkefni á staðnámskeiðinu. Þannig nýtist samveran til að fara á dýptina, skiptast á reynslu og tengja efnið við raunverulegar aðstæður.
Rafræn námskeið
Hvernig virka rafræn námskeið?
Námskeiðin eru lífleg og gagnvirk þar sem þú lærir með því að greina aðstæður, taka ákvarðanir og leysa verkefni. Námið fer fram á þeim hraða sem hentar þér í gegnum myndbönd, krossaspurningar, eyðufyllingar og aðrar aðferðir. Flest námskeið innihalda einnig rafbækur og gátlista sem nýtast áfram í starfi.
Hluti af viðmótinu í námsumhverfinu er á ensku svo sem hnappar og vefleiðbeiningar. Það hefur þó lítil áhrif á upplifun þína á íslensku námskeiðunum þar sem efnið sjálft er alfarið á íslensku.
Hvenær fæ ég aðgang og hvað gildir hann lengi?
Þú færð aðgangshlekk sendan með tölvupósti fyrsta virka dag eftir greiðslu (ef þú pantar sem einstaklingur) eða samkvæmt samkomulagi ef vinnustaður pantar. Aðgangurinn gildir síðan í fjórar vikur – nema sérstakt samkomulag sé gert.
Get ég tekið námskeiðið í áföngum?
Já. Þú getur vistað stöðu þína og haldið áfram þegar þér hentar – sérstaklega gagnlegt í annasömu starfi. Í mörgum námskeiðum getur þú einnig farið til baka og leiðrétt svör áður en þú heldur áfram.
Lágmarkseinkunn
Þú þarft að ná að minnsta kosti 90% réttum svörum til að ljúka námskeiðinu.
Fylgir eitthvað efni með námskeiðinu?
Já. Flest námskeið innihalda rafbækur og gátlista sem þú getur vistað og notað áfram í starfi. Aðgangur að rafbókum er ótakmarkaður.
Hvernig virkar þetta fyrir fyrirtæki?
Fyrirtæki geta annaðhvort sent okkur netföng þátttakenda eða fengið aðgangsupplýsingar til að senda sjálf. Við aðlögum ferlið að ykkar vinnubrögðum.
Fæ ég yfirsýn yfir árangur starfsfólks?
Já. Þú færð skýra yfirsýn yfir þátttöku, lok námskeiða og einkunnir (ef við á). Þú getur einnig fengið samantekt úr opnum svörum sem nýtast í umbótavinnu. Öll gögn eru unnin í samræmi við persónuverndarlög.
Staðnám og ráðgjöf
Hvers vegna velja sérsniðin staðnámskeið fyrir fyrirtækið?
Öll staðnámskeið eru sérhönnuð að ykkar markmiðum, aðstæðum og tíma. Námið byggir á raunverulegum áskorunum úr starfi og yfir 20 ára reynslu okkar í ráðgjöf, handleiðslu og hönnum þjálfunarefnis tryggir að lausnin virki fyrir ykkur.
Hvar fara staðnámskeiðin fram?
Staðnámskeið eru haldin á ykkar vinnustað eða þar sem hentar best.
Hversu löng eru staðnámskeiðin?
Lengd námskeiða er sveigjanleg allt frá einni klukkustund upp í þrjár vikur, sem ræðst af markmiðum og umfangi verkefnisins. Margir velja að skipta fræðslunni upp í styttri lotur og dreifa henni yfir lengri tíma til að stuðla að ígrundun og árangursríkri innleiðingu.
Hvaða kennsluaðferðir eru notaðar?
Námið byggir á fjölbreyttum og líflegum aðferðum sem tengja fræðslu við raunveruleikann og gagnrýna hugsun: Stuttir fyrirlestrar, umræður, hópverkefni, raunhæf dæmi, lausnaleit og unnið með ferla. Mikil áhersla er lögð á skemmtilega og virka þátttöku.
Bjóðið þið að við getum sjálf tekið við fræðslunni frá ykkur?
Já. Fyrirtæki geta keypt glærur, myndbönd og önnur hjálpargögn ásamt því að við þjálfun starfsfólk ykkar til að taka við kennslunni, sé þess óskað. Þannig verður fræðslan hluti af daglegum störfum ykkar.
Bjóðið þið upp á starfsdaga með ákveðinn fókus?
Já. Við sérsníðum starfsdaga sem sameina fræðslu, liðsheildarvinnu og skýran árangur hvort sem markmiðið er ný stefna, breytingar eða að hvetja hópinn áfram.
Hvað getur falist í ráðgjöfinni?
Hægt er að fá ráðgjöf varðandi ýmsa þætti sem tengjast þjónustumótun. Sjá dæmi hér.
Er hægt að biðja um ráðgjöf án þess að bjóða upp á námskeið?
Já. Það er hægt að fá ráðgjöf og handleiðslu varðandi rekstur hjá okkur til að betrumbæta þjónustu ykkar og upplifun viðskiptavina.
Hvað tekur það langan tíma að sérsníða námskeið og aðra þjónustu?
Það tekur að minnsta kosti eina viku að sérsníða þjónustu okkar að þörfum viðskiptavina okkar.
Kennslumyndbönd
Getum við keypt kennslumyndbönd fyrir okkar fræðslukerfi?
Já, fyrirtæki geta keypt aðgang að myndböndum fyrir sitt eigið fræðslukerfi (LMS). Nefna má sem dæmi að kennslumyndböndin okkar spanna efni sem fjallar um þjónustuupplifun, grunnþætti þjónustu, samskiptafærni, virka hlustun, hrós og jákvæðni, erfiða viðskiptavini og símasamskipti. Í gagnvirkum sýndarveruleika bjóðum við einnig kennslurmyndböndin Reiður viðskiptavinur, Kvartandi viðskiptavinur og Gleymdur viðskiptavinur.
Bjóðið þið pakka eða áskriftaleiðir? Já, við bjóðum bæði stök kennslumyndbönd, hagstæða pakka og áskriftaleiðir fyrir fyrirtæki sem vilja markvissa vandaða fræðslu allt árið.
Hver er ávinningurinn af kennslumyndböndum?
Kennslumyndböndin okkar byggja á yfir 20 ára reynslu og þekkingu. Þau eru stutt, hnitmiðuð og full af hagnýtri lifandi leiðsögn sem nýtist strax í starfi - ekkert glæsusjóv. Þú sparar tíma, eykur skilvirkni og tryggir að starfsfólkið fái aðgengilega fræðslu þegar hentar. Engin fundarseta, engar flækjur aðeins markviss þjálfun sem skilar árangri.
Greiðslumöguleikar og styrkir
Hvaða greiðslumöguleikar eru í boði?
Þú getur greitt með kreditkorti (Visa/Mastercard), debetkorti eða millifærslu.
Ef greiðsla tekst ekki?
Athugaðu hvort kortið sé virkt og nægt fjármagn til staðar. Ef það leysist ekki, hafðu samband við okkur.
Eru styrkir í boði fyrir einstaklinga?
Já. Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir starfstengda fræðslu. Hafðu samband við þitt félag – við hjálpum þér að kanna rétt þinn.
Eru styrkir í boði fyrir fyrirtæki?
Starfsmenntasjóðir endurgreiða fyrirtækjum allt að 4.000.000 kr. árlega, oft allt að 90% af kostnaði- óháð inneign starfsfólks. Sjá nánari upplýsingar á www.attin.is.
Afsláttarkóðar og notkun þeirra
Ef eitthvað virðist ekki virka, prófaðu að athuga hvort kóðinn sé rétt sleginn inn og hvort hann eigi við um þetta námskeið. Ef vandinn er enn til staðar, þá erum við aðeins einu skilaboði frá – endilega hafðu samband og við finnum lausn saman!
Tæknileg aðstoð og aðgengi
Í gegnum hvaða kerfi fer námskeiðið fram?
Rafræn námskeið okkar fara fram í ClassMarker-námsumhverfinu. Það virkar á öllum helstu tækjum, vöfrum og stýrikerfum – og leiðir þig skref fyrir skref í gegnum efnið með myndböndum, verkefnum og greinargóðri uppsetningu.
Hvað ef ég get ekki opnað námskeiðið?
Athugaðu hvort greiðsla hafi verið staðfest og hvort þú hafir fengið aðgangshlekk (ath. ruslpóst). Ef þú ert ekki komin(n) með aðgang innan eins virks dags – hafðu samband og við leysum málið tafarlaust.
Hvaða tæki get ég notað?
Þú getur notað tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma með nettengingu og uppfærðum vafra. Mikilvægt er að vera með góða nettengingu, uppfærðan vafra, gott hljóð og skjá með nægilegri upplausn til að njóta efnisins til fulls.
Þarf ég að setja upp forrit?
Nei. Þú þarft ekkert að hlaða niður – námskeiðin eru aðgengileg beint í vafranum þínum og tilbúin þegar þú ert það.
Get ég fengið nýjan hlekk eða endurstillt lykilorð?
Ef þú átt í vandræðum með innskráningu, hafðu samband. Við sendum nýjan aðgang fljótt og örugglega á skráð netfang notandans.