Beint í efni

Almennt um námskeið

Fyrir hverja eru námskeiðin?
Námskeiðin henta jafnt stjórnendum og starfsfólki. Þau eru sett upp á aðgengileg hátt – óháð bakgrunni.

Hvaða tegundir námskeiða eru í boði?
Í boði eru staðnámskeið, rafrænt sjálfsnám, vendinám, hagnýt kennslumyndbönd og ráðgjöf í fræðslu-, mannauðsmálum og þjónustustjórnun.

Á hvaða tungumálum eru námskeiðin í boði?
Flest námskeið, bæði staðnámskeið og rafrænt sjálfsnám, eru í boði á íslensku og ensku. Við leggjum áherslu á að gera fræðsluna aðgengilega fyrir fjölbreyttan hóp þátttakenda.

Nokkur námskeið eru þó eingöngu í einu tungumáli. Á ensku eru það: Icelandic History, Hotel Safety, Housekeeping Excellence, Kitchen Crimes, Food Allergy og Service Design. Á íslensku eru það: Topp símaþjónusta og Topp tölvupóstsamskipti.

Hvernig skrái ég mig á námskeið?
Þú getur skráð þið í gegnum vefinn okkar eða haft beint samband við okkur.

Fæ ég viðurkenningarskjal?
Já, þátttakendur fá rafrænt viðurkenningarskjal – vottun sem nýtist vel í ferilskrá og innan vinnustaðar

Hvað felst í vendikennslu?
Vendikennsla (stundum kölluð spegluð kennsla) gefur þér frelsi til að læra á þínum hraða með rafrænu sjálfsnámi – og tryggir að þú mætir betur undirbúin(n) í líflegar umræðu og verkefni á staðnámskeiðinu. Þannig nýtist samveran til að fara á dýptina, skiptast á reynslu og tengja efnið við raunverulegar aðstæður.

Staðnám og ráðgjöf

Hvers vegna velja sérsniðin staðnámskeið fyrir fyrirtækið?
Öll staðnámskeið eru sérhönnuð að ykkar markmiðum, aðstæðum og tíma. Námið byggir á raunverulegum áskorunum úr starfi og yfir 20 ára reynslu okkar í ráðgjöf, handleiðslu og hönnum þjálfunarefnis tryggir að lausnin virki fyrir ykkur.

Hvar fara staðnámskeiðin fram?
Staðnámskeið eru haldin á ykkar vinnustað eða þar sem hentar best.

Hversu löng eru staðnámskeiðin?
Lengd námskeiða er sveigjanleg allt frá einni klukkustund upp í þrjár vikur, sem ræðst af markmiðum og umfangi verkefnisins. Margir velja að skipta fræðslunni upp í styttri lotur og dreifa henni yfir lengri tíma til að stuðla að ígrundun og árangursríkri innleiðingu.

Hvaða kennsluaðferðir eru notaðar?
Námið byggir á fjölbreyttum og líflegum aðferðum sem tengja fræðslu við raunveruleikann og gagnrýna hugsun: Stuttir fyrirlestrar, umræður, hópverkefni, raunhæf dæmi, lausnaleit og unnið með ferla. Mikil áhersla er lögð á skemmtilega og virka þátttöku.

Bjóðið þið að við getum sjálf tekið við fræðslunni frá ykkur?
Já. Fyrirtæki geta keypt glærur, myndbönd og önnur hjálpargögn ásamt því að við þjálfun starfsfólk ykkar til að taka við kennslunni, sé þess óskað. Þannig verður fræðslan hluti af daglegum störfum ykkar.

Bjóðið þið upp á starfsdaga með ákveðinn fókus?
Já. Við sérsníðum starfsdaga sem sameina fræðslu, liðsheildarvinnu og skýran árangur hvort sem markmiðið er ný stefna, breytingar eða að hvetja hópinn áfram.

Hvað getur falist í ráðgjöfinni?
Hægt er að fá ráðgjöf varðandi ýmsa þætti sem tengjast þjónustumótun. Sjá dæmi hér.

Er hægt að biðja um ráðgjöf án þess að bjóða upp á námskeið?
Já. Það er hægt að fá ráðgjöf og handleiðslu varðandi rekstur hjá okkur til að betrumbæta þjónustu ykkar og upplifun viðskiptavina.

Hvað tekur það langan tíma að sérsníða námskeið og aðra þjónustu?
Það tekur að minnsta kosti eina viku að sérsníða þjónustu okkar að þörfum viðskiptavina okkar.

Greiðslumöguleikar og styrkir

Hvaða greiðslumöguleikar eru í boði?
Þú getur greitt með kreditkorti (Visa/Mastercard), debetkorti eða millifærslu.

Ef greiðsla tekst ekki?
Athugaðu hvort kortið sé virkt og nægt fjármagn til staðar. Ef það leysist ekki, hafðu samband við okkur.

Eru styrkir í boði fyrir einstaklinga?
Já. Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir starfstengda fræðslu. Hafðu samband við þitt félag – við hjálpum þér að kanna rétt þinn.

Eru styrkir í boði fyrir fyrirtæki?
Starfsmenntasjóðir endurgreiða fyrirtækjum allt að 4.000.000 kr. árlega, oft allt að 90% af kostnaði- óháð inneign starfsfólks. Sjá nánari upplýsingar á www.attin.is.

Afsláttarkóðar og notkun þeirra
Ef eitthvað virðist ekki virka, prófaðu að athuga hvort kóðinn sé rétt sleginn inn og hvort hann eigi við um þetta námskeið. Ef vandinn er enn til staðar, þá erum við aðeins einu skilaboði frá – endilega hafðu samband og við finnum lausn saman!