Beint í efni

Við Gerum Betur

Gerum Betur var stofnað til að styðja fólk í þjónustu við að vaxa í starfi og samskiptum með sérsniðnum staðnámskeiðum sem enn eru kjarninn í okkar nálgun. Í takt við breyttar þarfir bjóðum við einnig upp á stafræn sjálfsnámskeið sem nýtast vel samhliða vinnu og styðja við markvissa hæfniþróun.

Frá 2002 höfum við þróað hagnýta og sveigjanlega fræðslu fyrir fyrirtæki og stofnanir, bæði sem stafræn sjálfsnámskeið og sérsniðin staðnámskeið.

Hvað skiptir máli? | Orð, framkoma og viðbrögð

hero-image

Starfsfólk

Margrét Reynisdóttir stofnandi og ráðgjafi

Margrét stofnaði Gerum Betur árið 2002 og er frumkvöðull í fræðslu fyrir þjónustu, samskipti og menningarnæmni. Hún er reynslumikill fyrirlesari sem blandar saman fræðilegri nálgun, hagnýtum æfingum og lifandi þátttöku. Hún hefur þróað staðnámskeið, stafræn og þjálfunarefni sem eru nýtt af fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum víðs vegar um landið. Margrét hefur gefið út átta bækur og átta kennslumyndbönd og er meðhöfundur að tveimur þjálfunarverkefnum.

Hún var fyrst á Íslandi til að nýta sýndarveruleika í þjónustuþjálfun og hefur leitt innleiðingu stafrænnar fræðslu sem tengir samskiptaþjálfun beint við dagleg verkefni á vinnustað.

Margrét er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands, M.Sc. í alþjóðlegri markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow og B.Sc. í viðskiptafræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum. Hún hefur jafnframt lokið stjórnendaþjálfun frá Leadership Management International (LMI) í Bandaríkjunum.

Neil McMahon kennari og leiðsögumaður

Neil hefur starfað með Gerum Betur frá árinu 2014 og haldið fjölda námskeiða fyrir leiðsögumenn, starfsfólk í móttöku og framlínustörfum ferðaþjónustu. Hann er með tvær MA-gráður og kennsluréttindi, og hefur áralanga reynslu af kennslu og fræðslu innan þjónustugeirans.

Neil kennir á ensku og hefur sérhæft sig í að efla fagmennsku og samskiptafærni starfsfólks sem vinnur með gesti og viðskiptavini í síbreytilegu umhverfi ferðaþjónustunnar.

Sigrún Jóhannesdóttir kennari og fræðsluhönnuður

Sigrún hefur komið að þróun námskeiða og bóka hjá Gerum Betur þar sem hún nýtir dýpt sína í fræðsluhönnun og aðlögun efnis að ólíkum vinnustöðum. Hún er með M.Sc. próf í menntunarhönnun, menntastjórnun og skapandi aðferðum í fræðslu og hefur víðtæka reynslu af kennslu og þróun fræðslu fyrir fullorðna.

Sigrún hefur leiðbeint fjölbreyttum hópum og tekið þátt í innleiðingu á fræðslulausnum sem styðja við þjónustu, samskipti og faglega færni í fyrirtækjum og stofnunum um allt land.

Örn Árnasson leikari og leiðsögumaður

Örn hefur starfað með Gerum Betur síðan 2008 og haldið fjölbreytt framkomu- og samskiptanámskeið með áherslu á lifandi nálgun og leikræna þjálfun. Hann hefur áralanga reynslu sem leikari og leiðbeinandi, og nýtir hana til að efla tjáningu, öryggi og áhrif í mannlegum samskiptum.

Örn kennir bæði á íslensku og ensku og hefur þjálfað starfsfólk í mismunandi greinum atvinnulífsins. Hann kemur einnig fram í myndböndum Gerum Betur sem eru notuð í stafrænum námskeiðum og þjálfunarlausnum sem byggja á raunhæfum aðstæðum og þátttöku.