Erfiðir viðskiptavinir - Sjálfstraust og lausnamiðuð viðbrögð
Product information
RAF-101
Short description
Description
Erfiðir viðskiptavinir – Sjálfstraust og lausnamiðuð viðbrögð
Fagmennska í krefjandi samskiptum – þar sem rósemi og lausnir skipta sköpum.
Námskeiðið er hannað fyrir alla sem lenda í krefjandi aðstæðum í þjónustu – hvort sem það eru kvartanir, reiðir viðskiptavinir eða óvænt ágreiningsefni. Þú lærir að halda ró þinni, byggja upp sjálfstraust og bregðast af öryggi við með lausnamiðuðu viðhorfi og skýrum samskiptum.
Kenndar eru hagnýtar aðferðir til að fyrirbyggja átök, auka fagmennsku og skapa jákvæðari upplifun fyrir báða aðila.
Ávinningur
✔ Lærðu að halda ró og sýna öryggi í krefjandi aðstæðum
✔ Taktu stjórn á samskiptum við kröfuharða eða reiða viðskiptavini
✔ Beittu lausnamiðuðu viðhorfi til að leysa ágreining fljótt og faglega
✔ Efldu sjálfstraust og fagmennsku í erfiðum þjónustuaðstæðum
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið hentar starfsfólki í þjónustu, afgreiðslu, símaþjónustu, stjórnendum, teymisstjórum og öllum sem vilja styrkja hæfni sína í samskiptum við kröfuharða eða óánægða viðskiptavini.
Námskeiðið í hnotskurn
Námskeiðið fer fram á netinu og inniheldur stutt kennslumyndbönd, hagnýta gátlista, raunhæf verkefni og æfingar.
Efnið er byggt á áralangri reynslu Margrétar Reynisdóttur af þjálfun starfsfólks í viðbrögðum við kvörtunum og samskiptum í krefjandi aðstæðum.
Að loknu námskeiði færðu viðurkenningarskjal.
Aðgangur að námskeiðinu er í fjórar vikur – þú velur hraðann sem hentar þér.
Námskeiðið er á íslensku og ensku.
Umsagnir þátttakenda
„Ég er mun öruggari þegar kvartanir berast – fer beint í lausn í stað þess að stressast upp.
„Mér fannst þetta námskeið koma beint að kjarna málsins – fékk hagnýtar aðferðir sem ég nota daglega.“
„Við nýtum efnið með öllu teyminu – það hjálpar okkur að samræma viðbrögð og sýna fagmennsku.“
Fyrir vinnustaði og teymi
Við sérsníðum samskiptanámskeið um kvartanir og erfiðar aðstæður fyrir vinnustaði þar sem þetta sveigjanlega netnámskeið er grunnurinn.
Í framhaldai bjóðum við upp á staðnámskeið sem dýpkar umræðu og tengir efnið við raunverulegar aðstæður á vinnustaðnum.
Saman myndar þetta öflugt vendinám sem styrkir fagmennsku, þjónustulund og teymisvinnu og færni starfsfólks til að bregðast við krefjandi samskiptum af yfirvegun og með lausnamiðuðu viðhorfi.
Vertu skrefi á undan
Takast á við erfiða viðskiptavini af öryggi og fagmennsku – skráðu þig í dag eða fáðu frekari upplýsingar
📧 gerumbetur@gerumbetur.is
Styrkjamöguleikar – Fáðu allt að 90% endurgreitt fyrir þjónustunámskeið
Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan – óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ Nánar upplýsingar á attin.is