Erfiðir viðskiptavinir - Sjálfstraust og lausnamiðuð viðbrögð
Product information
Short description
Netnámskeið í þjónustu og samskiptum fyrir starfsfólk og stjórnendur sem takast á við erfiða viðskiptavini og kvartanir. Þú lærir að halda ró, bregðast af yfirvegun og fagmennsku og breyta krefjandi samskiptum í lausnir í stað árekstra.
Námskeiðið byggir á 8 lykla kerfi með stuttum lotum og gagnvirkum verkefnum. Rafbók og viðurkenningarskjal fylgja – getur verið bæði sjálfsnám og sem grunn að fræðsludegi eða vendinámi fyrir teymi.
Fyrir vinnustaði og teymi: sendu póst á gerumbetur@gerumbetur.is og fáðu tillögu að vendinámi.
Description
Færni í samskiptum við erfiða viðskiptavini – rafræn þjálfun sem nýtist strax í starfi
Fyrir vinnustaði sem vilja fækka kvörtunum, létta álagi af starfsfólki og efla fagmennsku í samskiptum við erfiða viðskiptavini er þetta netnámskeið einföld og sveigjanleg lausn. Þátttakendur læra að takast á við kvartanir og krefjandi aðstæður af yfirvegun og með lausnamiðuðu viðhorfi, þannig að erfiðir viðskiptavinir verða tækifæri til að bæta þjónustu og orðspor fyrirtækisins.
Námið byggir á 8 lykla kerfi að faglegum samskiptum sem hefur verið prófað með fjölbreyttum þjónustuteymum. Það er sett upp í stuttum myndbandslotum með verkefnum og ígrundun sem má taka í nokkrum skrefum eða sem hluta af markvissum fræðsludegi. Námskeiðið hentar bæði einstaklingum og sem grunnur að vendinámi fyrir teymi.
Viltu námskeiðið fyrir allt teymið? Sendu póst á gerumbetur@gerumbetur.is og fáðu tillögu að fræðsludegi og vendinámi.
Ávinningur fyrir vinnustað og stjórnendur
- Skýrari aðferðir til að leysa fleiri mál í fyrstu snertingu, þannig að færri kvartanir fara á borð til stjórnenda.
- Meira öryggi og fagmennska í erfiðum samskiptum – bæði fyrir framlínuna og þeim sem leiða þjónustuteymi.
- Álag í krefjandi samskiptum minnkar þegar allir vita hvað á að segja og gera og vinna eftir sameiginlegum ramma.
- Skýr ramma sem má nota í fræðsludaga, þjálfun nýliða og reglulega endurmenntun.
Fyrir hverja er námskeiðið?
- Starfsfólk í þjónustu, afgreiðslu, símaþjónustu og móttöku.
- Framlínustarfsfólk á hótelum, veitingastöðum og í ferðaþjónustu.
- Stjórnendur og teymisstjóra sem leiða þjónustuteymi.
- Alla sem vinna með fólki og vilja bæta viðbrögð sín í krefjandi samskiptum.
Hægt er að kaupa aðgang fyrir einstaklinga eða teymi. Fyrirtæki geta fengið tilboð og sérsniðnar lausnir.
Námskeiðið í hnotskurn
Námskeiðið fer fram á netinu og inniheldur:
- Stutt kennslumyndbönd.
- Hagnýta gátlista og verkfæri sem nýtast strax í daglegu starfi.
- Rafrænt námsefni sem byggir á 8 lyklum um lykilþætti í samskiptum við erfiða viðskiptavini.
- Krossapróf, verkefni og ígrundunarspurningar sem festa þekkingu og skilning í sessi.
- Rafbókina „Að fást við erfiða viðskiptavini“ sem dýpkar efnið og má nota áfram í innri fræðslu. Bókin er eina sinnar tegundar á íslensku.
Efnið byggir á áralangri reynslu Margrétar Reynisdóttur af þjálfun starfsfólks í þjónustu, kvörtunum og krefjandi samskiptum.
Aðgangur að efninu er í fjórar vikur frá skráningu – þetta er sjálfsnám þar sem þú ræður hraðanum, hvort sem þú tekur allt námið í einu lagi eða í áföngum.
Námskeiðið er í boði á íslensku og ensku.
Umsagnir þátttakenda
„Ég er mun öruggari þegar kvartanir berast – fer beint í málið í stað þess að stressast upp“
„Námskeiðið fór beint að kjarna málsins. Ég fékk hagnýtar aðferðir sem ég nota daglega.“
„Við nýtum efnið með öllu teyminu – það hjálpar okkur að samræma viðbrögð og sýna fagmennsku.“
Fyrir vinnustaði og teymi - öflugt vendinám
Við bjóðum upp á öflugt vendinám þar sem þetta netnámskeið er grunnurinn. Í framhaldi sérsníðum við staðnámskeið eða fjarvinnustofu sem dýpkar umræðuna, tengir efnið enn frekar við ykkar starfsemi og skapar lifandi umræðu sem festir lærdóminn betur í sessi. Þegar þátttakendur vinna út frá eigin reynslu og raunverulegum dæmum styrkir það fagmennsku, þjónustulund, teymisvinnu og hæfni til að takast á við krefjandi samskipti af yfirvegun og með lausnamiðuðu viðhorfi.
Vertu skrefi á undan
Ef þú vilt draga úr álagi á framlínunni, fækka kvörtunum sem enda á borði stjórnenda og efla fagmennsku í þjónustu, þá er þetta netnámskeið sterkur næsti áfangi.
Skráðu teymið þitt beint hér í vefverslun – eða sendu stutta línu á gerumbetur@gerumbetur.is og við leggjum til plan fyrir þinn vinnustað (hópar, vendinám, styrkir).
Styrkjamöguleikar – fáðu allt að 90% endurgreitt
Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan, óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ nánar upplýsingar má finna á attin.is
Algengar spurningar frá vinnustöðum
- Hversu miklum tíma þarf starfsfólk að verja í námskeiðið? Flestir ljúka netnáminu á 2–3 klukkustundum, í nokkrum stuttum lotum. Rafbók má lesa á meðan á námskeiði stendur eða nota til upprifjunar síðar.
- Hentar námskeiðið fyrir stærri teymi? Já. Algengt er að fyrirtæki kaupi aðgang fyrir 10–50 manns í einu og nýti netnámið sem undirbúning fyrir sameiginlega vinnustofu eða fræðsludag. Þá verður það grunnur að öflugu vendinámi.
- Get ég fylgst með því hvort starfsfólk hefur lokið námskeiðinu? Já. Við getum útbúið yfirlit fyrir tengilið vinnustaðarins þar sem sést hverjir hafa lokið netnáminu og fengið viðurkenningarskjal.
