Að fást við erfiða viðskiptavini
Product information
BOK-102
Short description
Hagnýt og áhrifarík bók um hvernig mæta má erfiðum viðskiptavinum af fagmennsku og yfirvegun. Inniheldur skref-fyrir-skref ráð, kvartana- og virka hlustunartækni og ábendingastjórnun
Description
Lærðu að takast á við erfiða viðskiptavini af yfirvegun og fagmennsku
– eftir Margréti Reynisdóttur
Erfiðir viðskiptavinir eru hluti af daglegri þjónustu – hvort sem þú vinnur í verslun, á veitingastað, í viðskiptum, lögfræðiþjónustu eða opinberri þjónustu.
Þetta er fyrsta og eina bókin á íslensku sem veitir skref-fyrir-skref leiðbeiningar um viðbrögð við krefjandi samskiptum í þjónustu.
Þessi hagnýta bók veitir þér 17 áhrifarík samskiptaráð til að bregðast fagmannlega við erfiðum aðstæðum og snúa samskiptum í jákvæða reynslu – með yfirvegun, sjálfstrausti og skýrum verkfærum.
Kostir bókarinnar
✔ Bætir samskiptahæfni og dregur úr álagi í starfi
✔ Kennir aðferðir til að róa pirraða viðskiptavini af fagmennsku
✔ Nýtir kvartanir sem tækifæri til umbóta og betri þjónustu
✔ Eykur öryggi og sjálfstraust í krefjandi samskiptum
✔ Veitir hagnýtar leiðbeiningar sem innleiða má strax
Hvað lærir þú af bókinni?
– Undirbúning og viðbrögð: Hvernig þú stjórnar eigin viðhorfi og nærð að halda ró
– Lausnamiðuð samtöl: Virk hlustun, speglun og samskiptaaðferðir sem virka
– Kvartanastjórnun: Skref-fyrir-skref nálgun til að taka á móti og vinna úr kvörtunum
– Samskipti sem byggja upp traust: Hagnýt dæmi úr þjónustu sem bæta hæfni og samvinnu
– Ábendingastjórnun sem skapar framför: Hvernig hlusta má markvisst á tillögur viðskiptavini, skrá ábendingar þeirra og nota þær kerfisbundið til að bæta vörur, þjónustu og upplifun
Fyrir hverja er þessi bók?
Bókin hentar öllum sem starfa í þjónustu og eiga samskipti við krefjandi viðskiptavini – hvort sem það er í minni fyrirtækjum, á stórum vinnustöðum eða í fjölmenningarsamfélagi.
Hún nýtist vel fyrir afgreiðslufólk, stjórnendur, framlínu, ráðgjafa, teymi og þá sem leiða umbótaverkefni innan fyrirtækja og stofnana.
Fyrir vinnustaði og teymi – bók sem virkar
Að fást við erfiða viðskiptavini er bók sem nýtist bæði til að efla persónulega færni og og sem verkfæri við innleiðingu þjónustugilda eða nýrra samskiptaviðmiða.
Hún styður við fagleg samskipti á öllum stigum – hvort sem verið er að þjálfa nýtt starfsfólk, efla liðsheild eða innleiða ný viðmið og verklag í samskiptum við viðskiptavini.
Bókin hentar vel í leshringi, starfsþróun, fræðsludaga og þjálfunarteymi – og gefur skýra sýn á hvernig hægt er að takast á við krefjandi aðstæður af yfirvegun, fagmennsku og lausnamiðaðri nálgun.
Taktu fræðin lengra – bók + námskeið
Viltu dýpka færnina og nýta þessa þekkingu með teyminu þínu?
Við bjóðum bæði sérsniðin staðnámskeið og stafræn netnámskeið byggð á bókinni. Námskeiðin einblína á samskiptafærni í krefjandi aðstæðum og eru byggð á raunverulegum dæmum úr íslenskum þjónustuaðstæðum.
✔ Sérsniðið að þörfum vinnustaðarins – hámarks árangur
✔ Í boði á íslensku og ensku
✔ Bókin fylgir með öllum námskeiðum
✔ Höfundurinn Margrét Reynisdóttir leiðir sjálf þjálfunina – með áralanga reynslu í kvartanastjórnun, þjónustufærni og mannlegum samskiptum
Tryggðu þér eintak í dag
Vertu öruggari í samskiptum og lærðu að bregðast við erfiðum viðskiptavinum með fagmennsku og yfirvegun.
Þessi bók er nauðsynleg fyrir alla sem vilja takast á við krefjandi samskipti – með árangur, ró og styrk að vopni.
Bókin inniheldur einnig viðauka með eyðublöðum til skráningar og úrvinnslu kvartana – hagnýt verkfæri fyrir alla þjónustuaðila.
Netfang: gerumbetur@gerumbetur.is
Vefur: www.gerumbetur.is
ISBN: 978-9935-9459-3-8
Útgáfa: Rafbók | © 2017