Beint í efni
Verslun/Námskeið/
Menningarnæmni í ferðaþjónustu

Menningarnæmni í ferðaþjónustu

Product information



Short description

Menningarnæmni sem skilar sér – í ánægðari gestum og sterkari ímynd

 

 

Description

Menningarnæmi og samskipti við ferðamenn – hagnýtt námskeið fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Hagnýtt námskeið sem eykur menningarlæsi og þjónustugæði í ferðaþjónustu. Þú lærir að skilja áhrif menningarmunar á samskipti við erlenda ferðamenn og bregðast við af virðingu, fagmennsku og innsæi. Námskeiðið styrkir samskiptafærni við fjölbreyttan hóp gesta og hjálpar þér að skapa jákvæða upplifun í hvert einasta skipti.

 


 
Ávinningur – hvað færð þú út úr námskeiðinu?

✔ Þróaðu menningarlæsi og fagmennsku í samskiptum við ferðamenn
✔ Komdu í veg fyrir menningartengda árekstra og bættu upplifun gesta
✔ Lærðu að mæta ólíkum væntingum með virðingu og skilningi
✔ Auktu öryggi þitt í samskiptum og styrktu ímynd fyrirtækisins

 


 
Fyrir hverja er þetta námskeið?

Námskeiðið hentar leiðsögumönnum, starfsfólki á hótelum, veitingastöðum, móttökum, verslunum, söfnum og ferðaskrifstofum – öllum sem vinna með erlendum ferðamönnum og vilja efla menningarnæmi, samskiptahæfni og faglega þjónustu.

 


 
Umsagnir frá þátttakendum

„Námskeiðið hjálpaði mér að skilja betur væntingar ferðamanna frá mismunandi menningarheimum. Virkilega gagnlegt, hagnýtt og skemmtilegt!“
„Frábær leiðbeinandi og áhugaverð og lifandi kennsla sem kom strax að gagni.“

 


 
Fyrir vinnustaði og teymi

Í boði á íslensku eða ensku sem gagnvirkt rafrænt sjálfsnám eða sem vendinám með rafrænu sjálfsnámi og sérsniðnu staðnámi. Námskeið um fjölmenningu og samskipti með hagnýtum æfingum sem byggja á ykkar aðstæðum og skila því strax árangri í starfi » Sjá nánar

Með námskeiðinu fylgir ný bók Do’s & Don’ts When Welcoming Foreign Guests – hagnýt og aðgengileg bók með dæmum, ráðum og verkfærum sem efla menningarnæm samskipti.
Leiðbeinandi námskeiðsins er jafnframt höfundur bókarinnar og byggir efnið á yfir 20 ára reynslu og rannsóknarvinnu.

 


 
Vertu á undan – bókaðu eða fáðu frekari upplýsingar

Menningarnæmni skiptir sköpum – fyrir ánægju gesta, orðspor fyrirtækja og vellíðan starfsfólks.
📧 gerumbetur@gerumbetur.is

 


 

Styrkjamöguleikar – Fáðu allt að 90% endurgreitt fyrir þjónustunámskeið

Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan – óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ Nánar á attin.is

Description