Beint í efni
Verslun/Rafræn námskeið/
Árangursrík samskipti – Fagmennska, sjálfstraust og færni





Árangursrík samskipti – Fagmennska, sjálfstraust og færni

Product information


RAF-104


Short description

Árangursrík samskipti og fagmennska – bætt tjáning, aukið sjálfstraust og betri þjónustuupplifun.

Description

Tjáðu þig af öryggi – fagmennska í þjónustu og samskiptum

Færni sem skiptir máli – þar sem líkamstjáning og hlustun segja meira en mörg orð.

Námskeiðið er hannað fyrir starfsfólk sem vill efla samskiptafærni sína í þjónustu. Með því að þjálfa líkamstjáningu, raddbeitingu og hlustun öðlast þú öryggi og færni til að mæta viðskiptavinum af fagmennsku og tengja betur við fólk.
Þú lærir að tjá þig meðvitað og túlka viðbrögð annarra til að bæta þjónustuupplifun, koma skilaboðum til skila og byggja upp traust tengsl.

Kenndar eru einfaldar en áhrifaríkar aðferðir sem nýtast í daglegum aðstæðum og styðja við öruggari framkomu. Með hagnýtu efni, leikrænum dæmum og skýrri leiðsögn öðlast þátttakendur sjálfstraust og dýpri færni í tjáningu.

 


 

Ávinningur

✔ Efldu tjáningarhæfni og sjálfstraust í þjónustu
✔ Auktu fagmennsku og áhrif í daglegum samskiptum
✔ Nýttu hagnýtar aðferðir sem bæta þjónustulund og framkomu
✔ Lærðu virka hlustun og lesa í upplifun annarra

 


 

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað starfsfólki í þjónustu, móttöku, símaþjónustu, afgreiðslu, sölu, leiðtogum og þeim sem vilja styrkja framkomu og fagmennsku í samskiptum.
Hentar einnig öllum sem vilja auka öryggi í tjáningu, hvort sem það er í daglegri þjónustu eða í samskiptum innan vinnustaðarins.

 


 

Námskeiðið í hnotskurn

Námskeiðið fer fram á netinu og inniheldur fjölbreytt námsefni – stutt myndskeið, fróðleiksmola, verkefni og æfingar byggð á raunverulegum aðstæðum.
Rafbókin Árangursrík samskipti með líkamstjáningu fylgir námskeiðinu og styður við áframhaldandi þjálfun.

Í þremur skýrum örþjálfunarmyndböndum sýnir Örn Árnason á lifandi og skemmtilegan hátt hvernig framkoma, raddbeiting og líkamstjáning hafa bein áhrif á viðbrögð viðskiptavina. Einnig eru verkefnahandbók, krossaspurningar og dýrmæt verkfæri til að styrkja hæfni í tjáningu.

Að loknu námskeiði færðu viðurkenningarskjal.

Aðgangur að efninu er í fjórar vikur frá upphafi námskeiðs – þetta er sjálfsnám þar sem þú ræður hraðanum, hvort sem þú tekur allt námið í einu lagi eða í áföngum.

Námskeiðið er á íslensku.

 


 

Umsagnir þátttakenda

„Námskeiðið breytti sýn minni á samskipti. Ég lærði að nota líkamstjáningu meðvitað og finn mun á viðbrögðum viðskiptavina.“

„Frábært þjónustunámskeið! Myndböndin með Erni Árnason voru bæði fræðandi og skemmtileg – ég nota nú daglega það sem ég lærði.“

„Ég er miklu öruggari í samskiptum eftir námskeiðið og fagleg nálgun hefur jákvæð áhrif á bæði samstarfsfólk og viðskiptavini.“

 


 

Fyrir vinnustaði og teymi

Við sérsníðum þjónustunámskeið fyrir vinnustaði og teymi þar sem þetta sveigjanlega netnámskeið er grunnurinn.
Í framhaldi bjóðum við upp á staðnámskeið sem dýpkar umræðu og tengir efnið við raunverulegar aðstæður á vinnustaðnum.
Saman myndar þetta öflugt vendinám sem styrkir fagmennsku, þjónustulund og teymisvinnu og skilar sér beint í betri samskiptum og ánægðari viðskiptavinum.

» Sjá nánar

 


 

Vertu skrefi á undan

Efldu sjálfstraust og fagmennsku í samskiptum – skráðu þig á námskeiðið í dag eða fáðu frekari upplýsingar!
📧 gerumbetur@gerumbetur.is 

 


 

Styrkjamöguleikar – Fáðu allt að 90% endurgreitt fyrir þjónustunámskeið

Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan – óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ nánari upplýsingar á attin.is

 

Description