Nýliðaþjálfun, starfslýsingar og handbók – verkfæri sem virka
Skýr stefna í mannauðsmálum, markviss nýliðafræðsla og vel skilgreindar starfslýsingar eru ekki bara formsatriði – þau eru undirstaða árangurs og ánægju í starfi. Þetta hagnýta námskeið sýnir þér hvernig á að móta starfsmannahandbók sem styður menningu fyrirtækisins, hanna starfslýsingar sem skýra ábyrgð og væntingar, og þróa nýliðafræðslu sem hjálpar nýju starfsfólki að fóta sig fljótt, upplifa öryggi í starfi, fagmennsku og tengingu við vinnustaðinn.
Ávinningur – hvað færð þú út úr námskeiðinu?
✔ Útbúðu starfsmannahandbók sem styður stefnu og menningu vinnustaðarins
✔ Skilgreindu ábyrgð og hæfni með skýrum og aðgengilegum starfslýsingum
✔ Hannaðu nýliðaferli sem styður við aðlögun og dregur úr starfsmannaveltu
✔ Nýttu hagnýtar aðferðir og sniðmát sem nýtast strax í daglegu starfi
Fyrir hverja er þetta námskeið?
Námskeiðið hentar öllum sem koma að mótun ferla og uppbyggingu mannauðsstefnu. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir mannauðsstjóra og stjórnendur sem vilja efla vinnustaðamenningu, þjálfara nýrra starfsmanna sem vilja bæta aðlögun og árangur, eigendur smærri fyrirtækja sem vilja byggja upp faglega grunnstoð í mannauðsmálum, og starfsfólk úr ýmsum deildum sem tekur þátt í mótun og framkvæmd ferla.
Fyrir vinnustaði og teymi – námskeið sem skilar árangri
Í boði á íslensku eða ensku – kennt á vinnustað eða sem vendinám með rafrænu gagnvirku sjálfsnámi um þjónustusamskipti og sérsniðnu staðnámi. Námskeið um samræmda þjónustu og væntingastjórnun með hagnýtum æfingum sem byggja á ykkar aðstæðum og skila því strax árangri í starfi » Sjá nánar
Við tengjum einnig efni námskeiðsins við stefnur og gildi fyrirtækisins – þannig að þátttakendur spegli lærdóminn beint við það sem skiptir máli hjá ykkur. Það stuðlar að meiri samstöðu, sterkari innri menningu og dýpri skilningi á því hvers vegna fagleg ferlamótun og mannauðsstefna skipta máli.
Þannig verður innleiðingin ekki eitthvað sem kemur eftir á, heldur hluti af sjálfu námskeiðinu – til samráðs, samþykkis og skilnings. Skilningur og þekking festist þegar starfsfólk kemur sjálft að mótuninni.
Umsagnir frá þátttakendum
"Við fórum frá óljósum hugmyndum yfir í skýra, samræmda ferla. Þetta námskeið var lykillinn að því."
"Starfslýsingarnar sem við útbjuggum gera frammistöðuviðtöl og ráðningarferli markvissara. Starfsfólkið upplifið strax meira öryggi í starfi og fagmennsku."
"Nýliðafræðslan sem við mótuðum hefur algjörlega breytt upplifun nýrra starfsfólks, þau fóta sig hraðar og tengjast teyminu strax."
"Hagnýt nálgun og raunveruleg verkefni – ekki bara talað um hlutina, heldur unnið með þá."
Vertu skrefi á undan – bókaðu núna eða fáðu upplýsingar
Taktu fyrsta skrefið í átt að skýrari ferlum, betri innleiðingu nýliða og sterkari mannauðsstefnu.
📧 gerumbetur@gerumbetur.is
Styrkjamöguleikar – Fáðu allt að 90% endurgreitt fyrir þjónustunámskeið
Námskeiðið er styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum. Flest fyrirtæki geta fengið allt að 90% af kostnaði endurgreiddan – óháð inneign starfsfólks. Við aðstoðum við umsóknina ➡ Nánar á attin.is