50 uppskriftir að góðri þjónustu
Product information
BOK-110
Short description
50 uppskriftir að góðri þjónustu er bók full af hagnýtum og árangursprófuðum aðferðum til að efla þjónustu, bæta samskipti og auka sölu. Hún hentar öllum sem vilja skara fram úr í þjónustuhlutverki og byggja upp jákvæða þjónustumenningu – á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Description
50 uppskriftir að góðri þjónustu
– eftir Margréti Reynisdóttur
Viltu veita þjónustu sem skapar tryggð, bætir samskipti og skilar meiri sölu?
Bókin 50 uppskriftir að góðri þjónustu kennir þér hagnýtar og margreyndar aðferðir sem hjálpa þér að veita þjónustu sem stenst væntingar – og helst fram úr þeim. Þú lærir að styrkja samskiptahæfni starfsfólks, byggja upp viðskiptatraust og nota þjónustu sem öflugt tæki fyrir sölu.
Bókin er ný og uppfærð útgáfa af Þjónustan er fjöreggið – þróuð og betrumbætt út frá reynslu, þjálfun og árangri í íslensku atvinnulífi.
Kostir bókarinnar
✔ 50 áhrifaríkar leiðir á mannamáli til að efla þjónustu og skapa árangur
✔ Byggð á margreyndum aðferðum hjá íslenskum fyrirtækjum
✔ Tengir saman gildi, þjónustu, innri þjónustu, samskipti og sölutækni
✔ Inniheldur hagnýt ráð og æfingar sem má innan nota strax
✔ Hentar öllum sem vilja veita þjónustu sem skapar traust og tryggð
Hvað lærir þú af bókinni?
– Þjónustuaðferðir sem virka: Árangursprófaðar uppskriftir að betri þjónustu
– Sölutækni í þjónustu: Hvernig á að tengja samskipti við sölu og vöxt
– Framúrskarandi þjónusta: Að taka auka skrefið sem skiptir máli
– Fagmennska í samskiptum: Hagnýtar leiðbeiningar og æfingar sem styrkja bæði einstaklinga og teymi
Fyrir hverja er þessi bók?
Bókin hentar öllum sem starfa í þjónustu, samskiptum eða sölutengdum störfum – frá afgreiðslu og bókunardeildum til stjórnenda og ráðgjafa.
Hún er sérstaklega gagnleg fyrir þau sem vilja bæta frammistöðu, tryggja ánægju viðskiptavina og skapa sterka þjónustumenningu í eigin fyrirtæki eða stofnun.
Fyrir vinnustaði og teymi – bók sem virkar
Bókin nýtist sem þjálfunartól í þjónustu og samskiptum – sem hluti af þjónustudögum, leshringjum, fræðslum og stefnumótun.
Hún er öflugt hjálpartæki fyrir stjórnendur sem vilja byggja upp öfluga þjónustumenningu þar sem starfsandi, fagmennska og sala þróast með þjónustugæði að leiðarljósi.
Umsagnir lesenda
„Ómissandi bók fyrir alla sem vilja bæta þjónustu og tryggja ánægju viðskiptavina og starfsfólks.“
„Mjög hagnýt ráð sem auðvelt er að tileinka sér og nýta strax í starfi.“
„Ég nota aðferðirnar daglega – bæði fyrir starfsmannahópinn minn og í samskiptum við viðskiptavini.“
„Við notuðum bókina í innri þjálfun. Lásum kafla og ræddum dæmin á gæðafundum – frábær tenging við raunverulegar aðstæður.“
„Allir í teyminu fengu bók til eignar og við notuðum hana áfram sem grunn í námskeiðum innan fyrirtækisins.“
„Handbók okkar nemenda í áfanganum ÞJSK4ÞF03 þjónustusamskipti í ferðaþjónustu hjá VMA. Við notum bókina alla önnina!“
„Það sem ég lærði á að lesa bókina hefur bókstaflega bjargað mér úr allskonar aðstæðum!“ Björg Elva Friðfinnsd+ottir, framreiðslunemi“
Taktu fræðin lengra – bók + námskeið
Viltu nýta uppskriftirnar með teyminu þínu?
Við bjóðum sérsniðin staðnámskeið byggð á bókinni 50 uppskriftir að góðri þjónustu. Námskeiðin eru hönnuð til að efla þjónustugæði, samskipti og söluhæfni.
✔ Sérsniðið að þörfum vinnustaðarins hjá þínu fyrirtæki– hámarks árangur
✔ Í boði á íslensku og ensku
✔ Byggð á raunverulegum aðstæðum úr þjónustu og viðskiptum
✔ Bókin fylgir með öllum námskeiðum
✔ Eykur fagmennsku, traust og ánægju hjá starfsfólki og viðskiptavinum
Námskeiðin henta fyrirtækjum í verslun, ferðaþjónustu, þjónustu- og sölustörfum, og eru sérstaklega gagnleg fyrir teymi sem vilja læra að skara fram úr í samskiptum.
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar eða bóka námskeið:
📧 Netfang: gerumbetur@gerumbetur.is
🌍 Vefur: www.gerumbetur.is
Tryggðu þér eintak í dag
Bókin 50 uppskriftir að góðri þjónustu eftir Margréti Reynisdóttur veitir þér öflug verkfæri til að bæta þjónustu, styrkja samskipti, auka sölu og byggja sterkari tengsl við viðskiptavini.
Hentar jafnt til innri þjálfunar á vinnustað, sjálfsnáms og þjónustustefnumótunar.
📧 Netfang: gerumbetur@gerumbetur.is
© Margrét Reynisdóttir, 2016