Ánægðir viðskiptavinir

Námskeið á staðnum

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að veita góða þjónustu að fara á námskeið hjá Gerum betur ehf. Friðrik Pálsson, Hótel Rangá.

 

Menningarheimar, margbreytileiki, fjölmenning og þjónusta

Hugurinn opnari fyrir ólíkari þörfum og skilningi þjóða: Handahreyfingar, tala umbúðalaust eða undir rós, gagnrýna beint eða óbeint, á klukkunni eða ekki….

Ásdís Guðmundsdóttir, Iceland Travel.

 

Nokkrar af umsögnum frá : Fullt til umhugsunar um efnið, sem ég var á höttunum eftir. Frábært að sitja ekki bara og hlusta heldur hrista fólk saman og skapa umræður.  Félagsmenn í Ferðamannafélagi Austur -Húnavatnssýslu og Félag Ferðaþjónustunnar í Skagafirði.

 

Erum við núna vel nestuð í móttökunni að sjá um gesti og gangandi hvað varðar hin margvíslegustu aðstæður. Önnur ummæli frá þátttakendum á sama námskeiði.

• I liked the mixture of knowledge and activity.
• How diverse the seminar was and contained a lot of information.
• Team building exercise encouraged collaboration.
Edda Arinbjarnar,  Hótel Húsafell

 

Ráðgefandi sala og þjónustu

Námskeiðið hefur virkilega nýst okkur vel. Við notum réttu “græjurnar” óspart og viðskiptavinir eru alsælir og námskeiðið skilar sér í kassann. Anna María Clausen, Veiðihornið.

Í kjölfar námskeiðsins hefur salan hjá okkur aukist til muna. Unnum á námskeiðinu líka gott efni í nýliðahandbók. Vala Rún Vilhjálmsdóttir,  bílaleigan Geysir

 

Hrós er sólskni í orðum

Fólkið fann sig í hans innleggi og það var mikið hlegið og fólk fór afar jákvætt og glatt heim á leið. Svo þetta svínvirkaði. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu

 

Þjálfun í gestrisni og leikir

It was fun. It made us work as a team and adapt to different situations.” Góð leið til að læra og setja sig í spor annarra. Lærum meira af þessu en að fara á fyrirlestur eða þess háttar. Þátttakendur á Hótel Rangá.

Samræmd þjónusta og samskipti

Erum í skýjunum með námskeiðið. Ingibjörg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Borgarbyggðar.

 

Námskeiðið hreyfði við mér – Fjölmörg atriði sem ég lærði í stjórnun urðu lifandi á þessu námskeiði”. Guðrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Efnalaugarinnar Björg.

 

Erfiðir viðskiptavinir

Starfsfólkið okkar var mjög ánægt með námskeiðið. Ásdís Guðmundsdóttir, Iceland Travel

Námskeiðið gagnaðist okkur mikið og starfsfólk er að rýna í bækurnar frá www.gerumbetur.is á kaffistofunni
Björgvin Björgvinsson, verslunarstjóri Epli.

Góð ráð í tölvupóstsamskiptum – Rafræn þjálfun / vefnámskeið

Mjög fræðandi – tengt stefnu okkar. Gaman að sjá hvað margir voru jákvæðir fyrir námskeiðinu. Hafdís Alma Karlsdóttir,  Hertz bílaleigan.

Mér fannst þetta námskeið hreyfa við mér og benda á ýmislegt til bóta sem maður getur tileinkað sér. Elín Alma Arthursdóttir, sviðsstjóri fagsviðs hjá Ríkisskattstjóra

 

Rafræn fræðsla/vefnámskeið

Sérhannað fyrir starfsmenn Ráðhúss Akureyrarbæjar

 Mæli hiklaust með vefnámskeiðinu frá Gerum betur ehf.  Dagný Magnea Harðardóttir, skrifstofustjóri Ráðhúss Akureyrarbæjar.

Dæmi um ummæli annarra starfsmanna Ráðússins: „Þetta var eitursnjallt námskeið, ætti að vera skylda fyrir alla nýja starfsmenn að taka þetta.“

Finnst þetta ljómandi vel upp sett, jákvætt og gagnlegt og tenging fræðslunnar við þjónustustefnu bæjarins er mjög haganlega gerð.

 

Góð ráð í tölvupóstsamskiptum og 20 ráð í þjónustusímsvörun

Við höfðum mikið gagn af að fara í gegnum bæði vefnámskeið og vorum ánægðar með uppsetninguna og fyrirkomulagið á þeim. Við enduðum námskeiðið á að fá Margréti til okkar og er hún full af þekkingu og fróðleik um þjónustumál og ætlum við að vinna frekar með henni í framtíðinni. Allir starfsmenn þjónustuvers Reykjanesbæjar.

 

20 góð ráð í þjónustusímsvörun

Þetta var fróðlegt og skemmtilegt og fær fólk til þess að hugsa þegar það þarf sjálft að svara viðskiptavini í síma. Þórhildur Eva Jónsdóttir, deildarstjóri þjónustu HS.

Allir starfsmenn í framlínu fóru í gegnum vefnámskeið sem við erum mjög ánægð með og skilar sér strax í bættri þjónustu til viðskiptavina.  Samstarfið við Margréti var faglegt og gleðilegt á allan hátt, eins og alltaf. Hulda Valsdóttir,  RB.Þetta var virkilega gott, aðgengilegt til að vinna og gerir mann gagnrýnan á sjálfan sig varðandi tölvupóstsamskipti. Takk  takk aftur  😊  Ólöf Harðardóttir, Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála .

 

Þetta er námskeið sem ég hvet aðra til að taka. Sigurlaug Lára Ingimundardóttir, ráðgjafi hjá Íbúðalánasjóði.

 

Takk fyrir þetta námskeið, það mun örugglega nýtast mér vel.  Væntanlega verður í framhaldinu samræmd símsvörun hér hjá okkur þar sem fleiri en ég tókum þátt í námskeiðinu. Sólrún Helgadóttir, Lækjarskóla

 

Tourists’ cultural differences and service preferences  – online 

My students have finished the online course and I like it a lot. A picture is worth a thousand words and this course has videos that tell a story. This online course is easy to use and interactive. Tove Beate Evensen, guide and tourism teacher, Lillehammer, Norway

 

 

 

Skemmtilega uppsett og fróðlegt námskeið. Mjög flott að það birtist endugjöf (feedback) eftir hverja svaraða spurningu/verkefni, það fær fólk til að velta enn frekar fyrir sér efni námskeiðsins. Harpa Jónsdóttir, Hótel Rangá. Review online course Tourist and service preferences

 

 

 

Umsögn v/Fræðslustjóri að láni verkefnis

Við erum rosalega ánægð með útkomuna úr verkefninu fræðslustjóri að láni. Skýrslan var virkilega vel unnin og gaf okkur skýra mynd af námskeiðsþörf fyrirtækisins. Við sjáum fyrir okkur að allir innviðir fyrirtækisins muni styrkjast með markvissri upplýsingagjöf til starfsmanna í gegnum eigin fræðslu. Starfsmenn munu vera upplýstari í sínu starfi og  Það er virkilega ánægjulegt að vera komin með áætlun þar sem stjórnendur geta fylgt eftir.

Guðbjörg Helgadóttir, fjármálastjóri Bananar ehf

 

Ráðgjöf

Erum að gera góða hluti með Gerum betur ehf. í tengslum við gæðakerfi Vakans. Bjarni Hákonarson, hótelstjóri á Hótel Óðinsvé

Persónuleg og fagleg þjónusta – rík þekking á Vakinn-gæðakerfi og ferðaþjónustu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Kelavík og Diamond Suites