Námskeið um þjónustu og móttöku gesta hjá Gerum betur

Þjónusta og móttaka gesta

Höfundur: Margrét Reynisdóttir

Viltu veita gæðaþjónustu  og leysa á farsælan hátt úr kvörtunum viðskiptavina?

Tag:

Námskeiðið Þjónusta og móttaka gesta fjallar um hvað viðskiptavinir meta þegar þeir ákvarða gæði þjónustu og hvernig má veita framúrskarandi þjónustu þegar tekið er á móti kvörtunum viðskiptavina. Fyrirlestrar eru stuttir, áhersla er lögð á gagnvirkar umræður, sýnd myndbönd um þjónustusamskipti og fjölbreyttar skapandi aðferðir til að virkja þátttakendur. Námskeiðið uppfyllir námskeiðslýsingu í gæðaviðmiði Vakans. Hægt er að útbúa leiðbeiningar/ ferla/ gátlista eða yfirfara gögn sem eru til um kvartanferil og þjónustusamskipti.

Markmið:

  • Skilja lykilatriði í gæðaþjónustu.
  • Efla árangursrík samskipti og trúverðugleika.
  • Læra hagnýt ráð til að leysa á farsælan hátt úr kvörtunum.
  • Styrkja liðsheildina, fagmennsku og öryggi í samskiptum.

Panta námskeið eða fá nánari upplýsingar: gerumbetur@gerumbetur.is eða  8998264

 

Hótel Klettur segir hér frá reynslu sinni af þjálfun frá Gerum betur