Umsagnir

Bestu meðmælin eru ánægðir viðskiptavinir

2018 ummæli ánægðra viðskiptavina2ö18 Ummæli um þjónusta Gerum betur

Friðrik Pálsson, Hótel Rangá

Fyrir Hótel Rangá er frábært að hafa tök á því að senda starfsfólk okkar á þjónustunámskeið. Okkar vinna felst í því að veita viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og teljum við að með því að senda starfsfólk okkar á þjónustunámskeið þá séum við að bæta þjónustuna okkar.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að veita góða þjónustu að fara á námskeið hjá Gerum betur ehf.

 

Customer Service, Culture & Tourists: On-line Course. My students and I have done the on-line course, and I like it a lot. A picture is worth a thousand words and in this course  we have videos that tell a story.  The on-line course is web-based, interactive and easy-to-use for business, training & educational purposes.

Tove Beate Evensen, guide and tourism teacher, Lillehammer, Norway

 

Vefnámskeið: Góð ráð í tölvupóstsamskiptum tengt stefnu fyrirtækisins. Mjög fræðandi vefnámskeið og gaman að sjá hvað margir voru jákvæðir fyrir námskeiðinu. Hafdís Alma Karlsdóttir, mannauðsstjóri Hertz bílaleigunnar.

 

Vefnámskeið: Góð ráð í tölvupóstsamskiptum haldið fyrir Ríkisskattstjóra,  fyrirmyndarstofnun 2017. Mér fannst þetta námskeið hreyfa við mér og benda á ýmislegt til bóta sem maður getur tileinkað sér. Elín Alma Arthursdóttir, sviðsstjóri fagsviðs hjá Ríkisskattstjóra

 

Sérhannað  vefnámskeið fyrir starfsmenn Ráðhúss Akureyrarbæjar.  Mæli hiklaust með vefnámskeiðinu frá Gerum betur ehf.  Dagný Magnea Harðardóttir, skrifstofustjóri Ráðhúss Akureyrarbæjar.

Dæmi um ummæli annarra starfsmanna Ráðússins: „Þetta var eitursnjallt námskeið, ætti að vera skylda fyrir alla nýja starfsmenn að taka þetta.“

Finnst þetta ljómandi vel upp sett, jákvætt og gagnlegt og tenging fræðslunnar við þjónustustefnu bæjarins er mjög haganlega gerð.

Ákveðið hefur veri að allir nýir starfsmenn Ráðhúss Akureyrarbæjar munu fara í gegnum vefnámskeiðið.

 

Góð ráð í tölvupóstsamskiptum og 20 ráð í þjónustusímsvörun – vefnámskeið fyrir ReykjanesbæVið höfðum mikið gagn af að fara í gegnum bæði vefnámskeið og vorum ánægðar með uppsetninguna og fyrirkomulagið á þeim. Við enduðum námskeiðið á að fá Margréti til okkar og er hún full af þekkingu og fróðleik um þjónustumál og ætlum við að vinna frekar með henni í framtíðinni. Allir starfsmenn þjónustuvers Reykjanesbæjar.

 

20 góð ráð í þjónustusímsvörun- vefnámskeið  fyrir HS-veiturÞetta var fróðlegt og skemmtilegt og fær fólk til þess að hugsa þegar það þarf sjálft að svara viðskiptavini í síma. Þórhildur Eva Jónsdóttir, deildarstjóri þjónustu HS.

 

20 góð ráð í þjónustusímsvörun- vefnámskeið  fyrir RB.  Allir starfsmenn í framlínu fóru í gegnum vefnámskeið í þjónustuveitingu þar sem notuð voru íslensk myndskeið og þekking könnuð markvisst.  Við erum mjög ánægð með námskeiðið og trúum að það mun skila sér strax í bættri þjónustu til viðskiptavina.  Samstarfið við Margréti var faglegt og gleðilegt á allan hátt, eins og alltaf.  Takk kærlega fyrir okkur. Hulda Valsdóttir, forstöðumaður þjónustu 

 

Vefnámskeið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Margrét hjá Gerum betur ehf hélt þjónustuskeið fyrir starfsfólk Landnámssetursins í Borgarnesi í júní 2015. Námskeiðið var tvíþætt, annars vegar vefnámskeið þar sem svara þurfti 25 spurningum eftir stutta innleiðingu um efnið og hins vegar námskeið í Landnámssetrinu með Margréti.

Fyrir námskeiðið kynnti Margrét sér starfmannahandbók fyrirtækisins og kom með margar þarfar ábendingar til bóta, einnig hafði hún aðlagað kennslu sína að aðstæðum fyrirtækisins.

Vefnámskeiðið var afar vel til þess fallið að undirbúa starfmenn fyrir kennsluna með Margréti og varð til þess að tíminn með henni nýttist betur. Á námskeiðinu virkjaði Margrét starfmenn og hvatti þá til að draga ályktanir og deila reynslu sinni. Það var augljóst að þeir skemmtu sér vel og sögðu eftir á að að námskeiðið hafi verið bæði skemmtilegt og gagnlegt. Við stjórnendur vorum mjög ánægð með afraksturinn og fundum strax að námskeiðið hafði hvetjandi áhrif á vilja starfsmanna að gera betur og gaf þeim aukið öryggi í að takast á við starfið. Sumarstarfsmenn Landnámsseturs eru flestir ungt skólafólk með takmarkaða reynslu í þjónustustörfum. Því tel ég námskeið sem þetta skipta sköpum um að þjónusta og samskipti við viðskiptavini gangi vel fyrir sig.

Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins í Borgarnesi

 

Umsögn v/Fræðslustjóri að láni verkefnis

Við erum rosalega ánægð með útkomuna úr verkefninu fræðslustjóri að láni. Skýrslan var virkilega vel unnin og gaf okkur skýra mynd af námskeiðsþörf fyrirtækisins. Við sjáum fyrir okkur að allir innviðir fyrirtækisins muni styrkjast með markvissri upplýsingagjöf til starfsmanna í gegnum eigin fræðslu. Starfsmenn munu vera upplýstari í sínu starfi og  Það er virkilega ánægjulegt að vera komin með áætlun þar sem stjórnendur geta fylgt eftir.

Guðbjörg Helgadóttir, fjármálastjóri Bananar ehf

 

 

Anna María Clausen, Veiðihornið

Fengum sölu- og þjónustunámskeið hjá Gerum betur sem hefur virkilega nýst okkur vel. Við notum réttu “græjurnar” óspart og viðskiptavinir eru alsælir og námskeiðið skilar sér í kassann.

 

Umsagnir um kennslumyndböndin Þjónusta – fjöregg:.

 

Söludeild Vífilfells

Gerum betur  hefur þróað það kennsluefni sem við höfum verið að leita að. Kennsluefnið er bæði gagnlegt og öll þjálfun verður skemmtilegri sem skilar sér í betri þjálfun sem hefur áhrif. Starfsmenn okkar sem unnið hafa með kennsluefni Gerum betur eru bæði mjög ánægðir og hafa hrósað gæðum efnisins mikið.

Steingrímur Birgisson, Höldur ehf. – Bílaleiga Akureyrar

Kennslumyndböndin hafa komið að góðu gagni hjá fyrirtækinu. Mikill kostur er að geta sýnt efni myndrænt, það er vel til þess fallið að koma af stað umræðum í hópum. Við höfum notað myndböndin m.a. í tengslum við nýliðakynningar og fljótlega munum við nota það í fleiri deildum fyrirtækisins. Það er mikill kostur þegar fræðsluefni hefur svona langan líftíma.

Pálmar Sigurðsson, Hópbílar

Við vinnum markvisst eftir þjálfunar- og fræðsluáætlunum og nýtum okkur kennslumyndböndin frá Gerum betur til að auka gæði kennslunnar. Kennslumyndböndin hjálpa okkur að sýna starfsmönnum okkar fram á mikilvægi þess að veita gæðaþjónustu. Starfsmenn læra best af því sem þeir sjá og að upplifa sjálfan sig í hlutverki viðskiptavinarins.

Jóna Grétarsdóttir, ÁTVR

Við leggjum mikinn metnað í að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og eru þjónustumyndirnar góð leið til að minna okkur á helstu þætti hennar. Einnig er auðvelt að koma myndefninu til skila á dreifðum starfsstöðvum okkar víða um land í gegnum innri vef okkar.

Hafdís Ólafsdóttir, Flugleiðahótel- Icelandair hotels

Þjónustumyndböndin frá Gerum betur ehf sýna á skýran og skemmtilegan hátt hvernig bæta má þjónustu við viðskiptavini og einnig árangur fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á fjölbreytta kennsluhætti og eftir sýningu á myndunum hafa oft skapast líflegar og fjörugar umræður og einnig skemmtileg skoðanaskipti. Myndböndin frá Gerum betur eru gott tæki að vinna með.

Fjóla Kristín Helgadóttir, IKEA

Um leið og þjónustumyndböndin gefa raunverulega mynd af upplifun viðskiptavina sýna þau á skemmtilegan og skýran hátt hvernig megi bæta þjónustu og um leið árangur fyrirtækis. Myndböndin eru góð leið til að vekja upp umræður á meðal starfsmanna og auka þjónustumeðvitund þeirra. Með myndböndunum tekst okkur  að auka við fjölbreytta kennsluhætti og gefa þjónustunámskeiðum okkar enn meira vægi.

Arndís Arnarsdóttir, Hagkaup

Þjónustumyndirnar undirstrika á myndrænan hátt það sem skiptir meginmáli í þjónustu. Fyrirtæki sem hafa verið með eigin námskeið geta notað það efni aftur og aftur með því að tengja það við einstakar þjónustumyndir og myndskeið.

Steinunn Sigvaldadóttir, Húsasmiðjan

Við erum einstaklega ánægð með þetta skemmtilega efni sem inniheldur mikinn fróðleik og fjölmörg dæmi úr íslenskum raunveruleika. Myndirnar henta öllum þjónustufyrirtækjum.

Eva Jósteinsdóttir, Centerhotels

Kennslumyndböndin hafa reynst rosalega hjálpleg við að auka hraða og árangur í starfsþjálfun. Farið er yfir mikilvæg þjónustuatriði í myndböndunum, sem hjálpar starfsfólki að takast á við gesti við mismunandi aðstæður. Mistök í þjónustu eru óhjákvæmileg og er t.d. sýnt með fjölmörgum dæmum hvernig leysa má úr þeim þannig að gesturinn verði sáttur á ný og jafnvel ánægðari en hann var áður.

Bryndís Þráinsdóttir, Farskólinn

Ummæli þátttakenda í Skrifstofuskólanum á Sauðárkróki vorið 2011 sýna að kennslumyndböndin um þjónustu slógu í gegn og töldu sumir þau vera toppinn á námskeiðinu.

Inga Guðrún Birgisdóttir, 1912 samstæðan

Þegar hver viðskiptavinur skiptir máli og verð og vörur samkeppnisaðila eru svipaðar er það góð þjónusta sem gefur samkeppnisforskot.Kennslumyndirnar Þjónustan er fjöreggið hefur nýst okkur til endurskoðunar á okkar eigin þjónustu og komið okkur af stað í stöðugri umbótavinnu þar sem margar litlar breytingar skila sér að lokum í betri þjónustu fyrir viðskiptavini.

Helga Fjóla Sæmundsdóttir, Íslenska gámafélagið

Jákvætt viðmót er rauði þráðurinn í þjónustumyndunum og það heillaði mig sérstaklega. Jákvætt viðmót er nauðsynlegt til að fyrirtæki nái árangri og allir njóti sín í starfi og hefur vafalaust haft áhrif að við erum “Fyrirtæki ársins 2011″ í könnun VR. Efnið er sett fram á skemmtilegan hátt, nær athygli áhorfenda og Örn Árnason fer á kostum.

Auður Þórhallsdóttir, Samskipum

Í fræðslustarfi Samskipa leggjum við ríka áherslu á fjölbreytta kennsluhætti og voru því þjónustumyndböndin kærkomin viðbót. Þjónustumyndirnar auka skilning fólks á hvað einkennir góða þjónustu og hve veigamiklu hlutverki hver og einn gegnir í því sambandi. Við höfum einnig nýtt myndirnar til kennslu í Flutningaskóla Samskipa og þökkum við fyrir frábært framtak Margrétar Reynisdóttur.

Anna María Þorvaldsóttir, Frumherji

Þegar við keyptum þjónustumyndirnar höfðum við í huga að góður undirbúningur er dýrmætur. Markviss stefna í fræðslu- og námskeiðahaldi skilar árangri fyrir starfsmenn okkar og fyrirtækið.

Sigríður Harðardóttir, N1

Höfum notað myndirnar á þjónustunámskeiðunum okkar með góðum árangri. Þetta er einstakt tæki sem hjálpar okkur að sjá raunveruleg dæmi og hvernig leysa má úr þeim verkefnum sem upp kunna að koma í þjónustunni. Einnig er þetta kjörin leið til að brjóta upp námskeiðið og um leið sjá hlutina með augum viðskiptavinarins. Í kjölfarið hafa skapast líflegar umræður og skoðanaskipti.

Hildur Grétarsdóttir, Vörður-tryggingar hf

Til þess að tryggja og efla stöðugt ánægju viðskiptavina höfum við notað þjónustumyndirnar frá Gerum betur og eru starfsmenn okkar eru mjög ánægðir með þær og annað efni frá Gerum betur.

Hrannar Hallkelsson, Teris

Okkar bestu meðmæli, enda frábært tæki til að vinna með.

Ásta Malmquist, Landsbankinn

Einfaldlega mjög gagnlegt.

Kristín Birna Óðinsdóttir, Íslandspóstur

Útskýra á einfaldan og aðgengilegan hátt mikilvæg atriði í þjónustu.

Anna Bára Gunnarsdóttir, deildarstjóri þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar.

Alhliða upplýsinganáma fyrir þá sem vilja veita framúrskarandi þjónustu.

Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri fræðslusjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar og Ríkismenntar.

Fyrir landsbyggðina er ómetanlegt að hafa aðgang að fjölbreyttu kennsluefni sem hjálpar  okkar fólki að bæta stöðugt þjónustuna.

Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Starfsafls-fræðslusjóðs.

Efnið tekur á skýran og skemmtilegan hátt á grundvallarþáttum þjónustu og mun nýtast okkar markhópi mjög vel.

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota

Kennd eru ýmis lykilatriði til að tryggja ánægju viðskiptavina og auka starfsánægju.

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF-Samtaka ferðaþjónustunnar

Myndirnar taka á mikilvægum þáttum í þjónustu.

Stefanía Magnúsdóttir, VR

Lykillinn að fjölmörgum atriðum sem öllu máli skipta í þjónustu.

Atli Lýðsson, fræðslustjóri Eflingar

Þetta myndband kennir okkur að gott og jákvætt viðmót er mikilvægt fyrir alla, bæði viðskiptavinina og samstarfsfólkið.