Umsagnir

Bestu meðmælin eru ánægðir viðskiptavinir

2018 ummæli ánægðra viðskiptavina2ö18 Ummæli um þjónusta Gerum betur

Friðrik Pálsson, Hótel Rangá

Fyrir Hótel Rangá er frábært að hafa tök á því að senda starfsfólk okkar á þjónustunámskeið. Okkar vinna felst í því að veita viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu og teljum við að með því að senda starfsfólk okkar á þjónustunámskeið þá séum við að bæta þjónustuna okkar.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að veita góða þjónustu að fara á námskeið hjá Gerum betur ehf.

 

Customer Service, Culture & Tourists: On-line Course. My students and I have done the on-line course, and I like it a lot. A picture is worth a thousand words and in this course  we have videos that tell a story.  The on-line course is web-based, interactive and easy-to-use for business, training & educational purposes.

Tove Beate Evensen, guide and tourism teacher, Lillehammer, Norway

 

Vefnámskeið: Góð ráð í tölvupóstsamskiptum tengt stefnu fyrirtækisins. Mjög fræðandi vefnámskeið og gaman að sjá hvað margir voru jákvæðir fyrir námskeiðinu. Hafdís Alma Karlsdóttir, mannauðsstjóri Hertz bílaleigunnar.

 

Vefnámskeið: Góð ráð í tölvupóstsamskiptum haldið fyrir Ríkisskattstjóra,  fyrirmyndarstofnun 2017. Mér fannst þetta námskeið hreyfa við mér og benda á ýmislegt til bóta sem maður getur tileinkað sér. Elín Alma Arthursdóttir, sviðsstjóri fagsviðs hjá Ríkisskattstjóra

 

Sérhannað  vefnámskeið fyrir starfsmenn Ráðhúss Akureyrarbæjar.  Mæli hiklaust með vefnámskeiðinu frá Gerum betur ehf.  Dagný Magnea Harðardóttir, skrifstofustjóri Ráðhúss Akureyrarbæjar.

Dæmi um ummæli annarra starfsmanna Ráðússins: „Þetta var eitursnjallt námskeið, ætti að vera skylda fyrir alla nýja starfsmenn að taka þetta.“

Finnst þetta ljómandi vel upp sett, jákvætt og gagnlegt og tenging fræðslunnar við þjónustustefnu bæjarins er mjög haganlega gerð.

Ákveðið hefur veri að allir nýir starfsmenn Ráðhúss Akureyrarbæjar munu fara í gegnum vefnámskeiðið.

 

Góð ráð í tölvupóstsamskiptum og 20 ráð í þjónustusímsvörun – vefnámskeið fyrir ReykjanesbæVið höfðum mikið gagn af að fara í gegnum bæði vefnámskeið og vorum ánægðar með uppsetninguna og fyrirkomulagið á þeim. Við enduðum námskeiðið á að fá Margréti til okkar og er hún full af þekkingu og fróðleik um þjónustumál og ætlum við að vinna frekar með henni í framtíðinni. Allir starfsmenn þjónustuvers Reykjanesbæjar.

 

20 góð ráð í þjónustusímsvörun- vefnámskeið  fyrir HS-veiturÞetta var fróðlegt og skemmtilegt og fær fólk til þess að hugsa þegar það þarf sjálft að svara viðskiptavini í síma. Þórhildur Eva Jónsdóttir, deildarstjóri þjónustu HS.

 

20 góð ráð í þjónustusímsvörun- vefnámskeið  fyrir RB.  Allir starfsmenn í framlínu fóru í gegnum vefnámskeið í þjónustuveitingu þar sem notuð voru íslensk myndskeið og þekking könnuð markvisst.  Við erum mjög ánægð með námskeiðið og trúum að það mun skila sér strax í bættri þjónustu til viðskiptavina.  Samstarfið við Margréti var faglegt og gleðilegt á allan hátt, eins og alltaf.  Takk kærlega fyrir okkur. Hulda Valsdóttir, forstöðumaður þjónustu 

 

 

 

Umsögn v/Fræðslustjóri að láni verkefnis

Við erum rosalega ánægð með útkomuna úr verkefninu fræðslustjóri að láni. Skýrslan var virkilega vel unnin og gaf okkur skýra mynd af námskeiðsþörf fyrirtækisins. Við sjáum fyrir okkur að allir innviðir fyrirtækisins muni styrkjast með markvissri upplýsingagjöf til starfsmanna í gegnum eigin fræðslu. Starfsmenn munu vera upplýstari í sínu starfi og  Það er virkilega ánægjulegt að vera komin með áætlun þar sem stjórnendur geta fylgt eftir.

Guðbjörg Helgadóttir, fjármálastjóri Bananar ehf

 

Anna María Clausen, Veiðihornið

Fengum sölu- og þjónustunámskeið hjá Gerum betur sem hefur virkilega nýst okkur vel. Við notum réttu “græjurnar” óspart og viðskiptavinir eru alsælir og námskeiðið skilar sér í kassann.