Reynslubanki og sérþekking á þjónustu frá árinu 2002

Sérhæfing í námskeiðshaldi um þjónustu og útgáfa á efni um þjónustu í bókarformi og kennslumyndböndum.

Margrét Reynisdóttir er með Msc í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla íslands, MSc í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Glasgow og Bsc í matvælafræði frá Oregon State University.

Neil McMahon er leiðsögumaður með kennararéttindi, tvær MA gráður og hefur kennt leiðsögumönnum í fjölda mörg ár og starfsfólki í ferðaþjónustu. Hann heldur námskeið hjá Gerum betur á ensku.

Útgáfa Margrétar Reynisdóttur (8 bækur, rit og þjálfunarefni og kennsluefniþ Meðhöfundur að 2 bókum/þjálfuanrefni)

 • Cultural Impact on Service Quality- Hopitality Tips for Effective Communication with Tourists  (2018). Gerum betur ehf.
 • Þjálfun í gestrisni – Raundæmi og verkefni (2017). Margrét Reynisdóttir og Sigrún Jóhannesdóttir.
 • Að fást við erfiða viðskiptavini – Fagmennska í fyrirrúmi (2017). Margrét Reynisdóttir. Gerum betur ehf.
 • 20 góð ráð í þjónustusímvsörun (2016). Margrét Reynisdóttir.Gerum betur ehf. Rafbók sem er eingöngu á boðstólnum í tengslum við vefnámskeið (rafræn þjálfun).
 • 50 uppskriftir að góðri þjónustu (2016). Margrét Reynisdóttir.Gerum betur ehf.
 • Þjóðerni og þjónusta. Góð ráð í samskiptum við erlenda gesti (2014). Margrét Reynisdóttir.Gerum betur ehf.
 • 8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum  (2012).Margrét Reynisdóttir. Gerum betur ehf. 2. útgáfa (2015).
 •  6 íslensk kennslumyndbönd um þjónustu: Þjónustan er fjöreggið (2010)  Margrét Reynisdóttir.Sjá nánar HÉR.
 •  Þjónusta – Fjöregg viðskiptalífsins. Ábendingar og kvartanir viðskiptavina eru uppspretta framfara og sóknar (2008). Margrét Reynisdóttir.KAXMA ehf
 •  Færni í ferðaþjónustu (2008). Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Arney Einarsdóttir, Margrét Reynisdóttir, Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir, Sigríður Dísa Gunnarsdóttir. Mímir.
 • Þjónustugæði: Samkeppnisforskot og velgengni (2006)Samtök verslunar og þjónustu og Iðntæknistofnunin. Sjá ritið HÉR

Margrét Reynisdóttir er framkvæmdastjóri fyrirtækisins er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow og B.Sc. í matvælafræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum. Margrét hlaut styrk í gegnum Fulbright stofnunina til að stunda námið í Bandaríkjunum.

Ferilskrá 2015

Margrét var formaður stjórnar Stjórnvísi, stærsta stjórnunarfélags á Íslandi, frá árinu 2009 til ársins 2011 og stjórnarmaður frá árinu 2007 til ársins 2009. Margrét var formaður faghóps Stjórnvísi um þjónustustjórnun 2004 – 2009 og sat þar í stjórn fram á vorið 2014.

Greinar sem Margrét hefur skrifað  um þjónustu má sjá HÉR og viðtöl og umsagnir HÉR

 

Fróðlegir hlekkir sem tengjast bókinni Þjóðerni og Þjónusta má nálgast HÉR

 

 

Kennsluvideó

Gerum betur hefur gefið út 6 íslensk kennslumyndbönd um þjónustu Þjónustan er fjöreggið. Margrét Reynisdóttir er höfundur þjónustumyndbandanna.

 Sjá viðtal á Ríkissjónvarpinu

Örn Árnason er þar aðalleikari og þulur. Kennslumyndböndin samanstanda af fjölda myndskeiða auk viðtala við íslenska sérfræðinga. Í kennslumyndböndunum er sýnt frá þjónustu hótela, veitingahúsa, matvöruverslun, verslunarmiðstöð, bensínstöð, galleríi, tölvuverslun, bílaumboði, þjónustuverum, vínbúðum, sundlaug, bílastæðahúsi o.fl. Fyrsta útgáfa kom út árið 2009 og ný og endurbætt uppfærsla kom út ári síðar með enskum og pólskum áherslutexta.


Myndband 1 – Tryggjum ánægju viðskiptavina

Myndband 2  – Viðskiptavinurinn í fyrirrúmi

Myndband 3 – Dýrt að gera viðskiptavini óánægða

Myndband 4 – Samskipti við óánægða viðskiptavini

Myndband 5 – Fleiri ráð til að gera óánægða viðskiptavini ánægða

Myndband 6 – Kvartana- og ábendingastjórnun

 

Mbl. 4.1.13 Umfjöllun um námskeið um tölvupósta